Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra óskar eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa til starfa með aðsetur á Húsavík.

Starfið felst í eftirliti með matvælum og hollustuháttum og mengunarvörnum í fyrirtækjum og stofnunum, útgáfu starfsleyfa, umsögnum, fræðslu og að sinna kvörtunum, ásamt öðrum verkefnum, m.a. að eiga samskipti við Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og aðrar opinberar stofnanir. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra er næsti yfirmaður.
Lesa meira

Umsóknir um tímabundin starfsleyfi fyrir áramóta- og þrettándabrennur 2019. Sjá nánar í "Starfsleyfiskynning" í stiku

Björgunarsveitin Týr hefur sótt um strarfsleyfi fyrir brennu á Svalbarðsseyri 31. desember n.k. Björgunarsveitin Hafliði hefur sótt um tímabundið starfsleyfi fyrir brennu við Þórshöfn 31. desember n.k. Akureyrarbær hefur sótt um brennur á Akureyri, Hrísey og Grímsey. Dalvíkurbyggð hefur sótt um áramótabrennur á Dalvík og á Árskógssandi og þrettándabrennu í Svarfaðardal. Björgunarsveitin Stefán hefur sótt um tímabundiðstarfsleyfi fyrir brennu í Mývatnssveit. Ungmennafélagið Smárinn hefur sótt um tímabundið starfsleyfi fyrir þrettándabrennu í malarkrúsum norðan Þelamerkurskóla í Hörgársveit Norðurþing hefur sótt um áramótabrennur á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn og þrettándabrennu á Húsavík og í Kelduhverf.
Lesa meira

Umsóknir um flugeldasýningar

Umsóknir hafa borist frá Hörgárbyggð fyrir flugeldasýningu í lok Sæludags á Hjalteyri 3. ágúst n.k. og frá Björgunarsveitinni á Dalvík fyrir flugeldasýningu í lok fiskidags 10. ágúst og frá Súlum björgunarsveitinni á Akureyri fyrir flugeldasýningu á hátíðinni Ein með öllu 4. ágúst n.k., sjá nánar í "Starfsleyfiskynning" í stiku.
Lesa meira

Ekki láta áramótabrennur brenna inni

Heilbrigðiseftirlitið hvetur þá sem hyggjast standa fyrir áramótabrennum að drífa í að sækja sem fyrst um starfsleyfi.
Lesa meira

Aldur barna í sundi

Lesa meira

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra óskar eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa til starfa.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra óskar eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa til starfa sem sviðsstjóri á matvælasviði, með aðsetur á Akureyri.
Lesa meira

Varað við svartri starfsemi

Lesa meira

Áætlun um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett fram áætlun um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum í kjölfar þingsályktunar nr. 50/145 þar sem alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnun, að móta áætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna. Því verki verði lokið fyrir árslok 2016.
Lesa meira

Heimagisting, nýtt regluverk

Hægt er að sækja um starfsleyfi heilbrigðisnefndar á heimasíðu www.hne.is (umsóknir). Umsóknir til heilbrigðisnefndar verða framsendar til viðkomandi skipulags- og byggingafulltrúa til umsagnar og þar á eftir hefur heilbrigðisfulltrúi samband við umsækjanda til skoðunar á húsnæði. Sjá jafnframt upplýsingar af heimasíðu sýslumanna: www.heimagisting.is "Heimagisting Einstaklingum (ekki lögðaðilum) er heimilt að skrá heimagistingu gegn endurgjaldi á fasteign þar sem þeir eru með skráð lögheimili eða í einni annarri fasteign sem þeir hafa til persónulegra nota og er í þeirra eigu (þinglýst eign). Skráning heimagistingar: Einstaklingur sem hyggst bjóða heimagistingu skal tilkynna sýslumanni að hann hyggist leigja út lögheimili sitt eða eina aðra fasteign í sinni eigu (þinglýst). Við skráningu ber viðkomandi aðila að staðfesta að til staðar sé starfsleyfi heilbrigðisnefndar, húsnæðið uppfylli kröfur í reglugerð um brunavarnir, það hafi hlotið samþykki sem íbúðarhúsnæði og að húsnæðið sé fullnægjandi með tilliti til hollustuhátta samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Endurnýja þarf skráningu á ári hverju og við lok hvers almanaksárs skal aðili með skráða heimagistingu skila til sýslumanns yfirliti um þá daga sem húsnæði var leigt út ásamt upplýsingum um leigutekjur. Skil á upplýsingum skv. 1. málsl. er skilyrði fyrir endurnýjun skráningar á næsta almanaksári. Sýslumanni er heimilt að senda upplýsingar skv. 1. málsl. til skattyfirvalda. Við skráningu heimagistingar skal sýslumaður úthluta aðila númeri skráningar og ber aðila að nota númerið í allri markaðssetningu og kynningu, þ.m.t. á vefsíðum, bókunarsíðum, á sjálfri fasteigninni og í auglýsingum hvers konar. Fjöldi útleigðra daga í báðum eignum skal ekki fara yfir 90 daga samanlagt á hverju almanaksári hjá hverjum einstaklingi né skulu samanlagðar tekjur af leigu eignanna ekki nema hærri fjárhæð en kveðið er á um í 3. tölul. 4. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, sem nú er 2.000.000 kr."
Lesa meira

Innköllun á laxasalati frá Mat og Mörk

Lesa meira