Til kynningar er tillaga að starfsleyfi fyrir Rafpóleringu ehf, Höfða 10, 640 Húsavík fyrir yfirborðsmeðhöndlun á ryðfríu stáli, ásamt öryggisblöðum, sjá nánar í "Starfsleyfiskynning" í stiku.

Lesa meira

Breyting á samþykkt nr. 463/2002 um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlans eystra.

Gerð var breyting á 6. grein samþykktar er varðar, skráningarskyld ökutæki sem eru án skráningarmerkja og aðra hlutir og verðmæti sem hafa verið fjarlægð að loknum fresti skulu nú geymd í vörslu viðkomandi sveitarfélags í 30 daga en ekki 45 daga og síðan fargað hafi eigandi ekki vitjað eigna sinna og leyst út gegn greiðslu áfallins kostnaðar (svo sem dráttar- og geymslugjöld). Heilbrigðisnefnd skal reyna til þrautar að kanna eignarhald og koma tilkynningu með sannarlegum hætti til eiganda. sjá nánar í "Samningar" í stiku og "Samþykkt um breytingu á samþykkt nr. 463/2002 um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlans eystra.
Lesa meira

Til kynningar er umsókn Okunnar IS ehf fyrir endurnýjun á starfsleyfum fyrir starfsstöðvar sínar á Húsavík, Mývatni, Árskógssandi og Akureyri.

Orkan IS ehf sækir um endurnýjun á starfsleyfi fyrir starfsstöðvar á Húsavík og Mývatni. Einnig er sótt um endurnýjun fyrir starfsstöðvar á Árskógssandi og á Akureyri við Hörgárbraut, Furuvelli, Kjarnagötu og Myrarveg. Sjá nánar í "Starfsleyfiskynning" í stiku.
Lesa meira

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra samþykkti á síðasta fundi sínum þann 24. nóvember s.l. aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftlagsmálum fyrir Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.

Í aðgerðaráætluninni er m.a. stefnt að því að lágmarka notkun á jarðefnaeldsneyti með því að skipta út bifreiðum heilbrigðiseftirlits yfir í rafdrifna bíla, hafa orkusparnað í heiðri á vinnustað og draga úr myndun úrgangs. Hvetja til aukinnar umhverfismeðvitundar í samfélaginu með fræðslu og hvatningu til góðar verka s.s. er varða grænt bókhald, framkvæmd grænna skrefa og kolefnisjöfnunar vegna samgangna, úrgangs og orkunotkunar, sjá nánar í aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftlagsmálum í stiku „Um HNE“
Lesa meira

Til kynningar eru umsóknir um tímabundin starfsleyfi fyrir áramóta- og þrettándabrennur og flugeldasýningar 2021-2022, sjá nánar í "Starfsleyfiskynning" í stiku.

Norðurþing hefur sótt um áramótabrennur á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn og þrettándabrennu á Húsavík og í Kelduhverfi. Akureyrarbær hefur sótt um áramótabrennur á Akureyri, Hrísey og Grímsey. Björgunarsveitin Týr hefur sótt um áramótabrennu og flugeldasýningu á Svalbarðseyri. Björgunarsveitin Stefán hefur sótt um flugeldasýningu og áramótabrenu í Mývatnssveit. Hjálparsveit skáta Reykjadal hefur sótt um flugeldasýningu og áramótabrennu við Lauga. Súlur björgunarsveit á Akureyri hefur sótt um flugeldasýningar um áramótin. Norðurþing hefur sótt um flugeldasýningu um áramót við Kópasker. Dalvíkurbyggð hefur sótt um flugeldasýningu og áramótabrennur á Dalvík og á Árskógssandi og þrettándabrennu í Svarfaðardal.
Lesa meira

Til kynningar er umsókn Slysavarnarfélags Landsbjargar um tímabundið starfsleyfi vegna flugeldasýningar 11.12.2021 fyrir ofan byggð á Húsavík.

Flugeldasýningin er í tengslum við námskeið Björgunarskóla Landsbjargar um meðferð og öryggismál og uppsetningu skoteldasýningar og fer verklegur hluti námskeiðsins fram við brennustæði ofan byggðar Húsavíkur og verður skotið upp á tímabilinu 16-16:20 og munu uppskot vara í 15-20 mínútur, sjá nánar í starfsleyfisumsókn Landsbjargar í "Starfsleyfiskynning í stiku"
Lesa meira

Til kynningar er starfsleyfisumsókn G.V Gröfur ehf, Daggarlundi 6, 600 Akureyri fyrir grjótnám og malarvinnslu í land Hvamms í Eyjafjarðarsveit, sjá nánar í "starfsleyfiskynning" í stiku.

Eyjafarðarsveit hefur gefið út framkvæmaleyfi fyrir námuvinnsluna.
Lesa meira

Til kynningar er starfsleyfisumsókn Skútustaðarepps fyrir söfnun, geymslu og hreinsun á svartvatni og seyru frá einka- og rekstraraðilum í Skútustaðahreppi og víðar. Sjá nánar í "Starfsleyfiskynning" í stiku og starfsskilyrði vegna meðhöndlunar á seyru.

Í samræmi við umbótaáætlun sveitarfélagsins Skútustaðahrepps og rekstraraðila vegna fráveitu hefur verið byggður safntankur fyrir svartvatn og seyru á lóðinni Gullsandur á Hólasandi í Mývatnssveit.
Lesa meira

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur samþykkt skilyrt starfsleyfi fyrir Vatnajökulsþjóðgarð fyrir 14 þurrsalernum, vestan ár.

Starfsleyfið er háð því að starfsleyfishafi sjái til þess að blautþurkur ásamt sótthreinsispritti verði til staðar þar til hægt verður að koma upp góðri aðstöðu til handþvotta samkvæmt áætlun er lögð verður fyrir heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra eigi síðar en 1. september 2021. sjá nánar í "Stiku"
Lesa meira

Til kynningar er starfsleyfisumsókn Dalverk ehf Sandskeið 31, 620 Dalvík fyrir malarvinnslu í landi Ytra-Hvarfs, sjá nánar í "Starfsleyfiskynning"í stiku.

Lesa meira