Ný reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur

Þann 15. nóvember sl. tók gildi reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur
Lesa meira

Til kynningar er umsókn Atlantsolíu fyrir endurnýjun á starfsleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis við Glerártorg ásamt greinargerð Atlantsolíu um starfsemi stöðvarinnar, sjá nánar í "Starfsleyfiskynning" í stiku.

Lesa meira

Til kynningar er tillaga að starfsleyfi fyrir Rafpóleringu ehf, Höfða 10, 640 Húsavík fyrir yfirborðsmeðhöndlun á ryðfríu stáli, ásamt öryggisblöðum, sjá nánar í "Starfsleyfiskynning" í stiku.

Lesa meira

Breyting á samþykkt nr. 463/2002 um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlans eystra.

Gerð var breyting á 6. grein samþykktar er varðar, skráningarskyld ökutæki sem eru án skráningarmerkja og aðra hlutir og verðmæti sem hafa verið fjarlægð að loknum fresti skulu nú geymd í vörslu viðkomandi sveitarfélags í 30 daga en ekki 45 daga og síðan fargað hafi eigandi ekki vitjað eigna sinna og leyst út gegn greiðslu áfallins kostnaðar (svo sem dráttar- og geymslugjöld). Heilbrigðisnefnd skal reyna til þrautar að kanna eignarhald og koma tilkynningu með sannarlegum hætti til eiganda. sjá nánar í "Samningar" í stiku og "Samþykkt um breytingu á samþykkt nr. 463/2002 um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlans eystra.
Lesa meira

Til kynningar er umsókn Okunnar IS ehf fyrir endurnýjun á starfsleyfum fyrir starfsstöðvar sínar á Húsavík, Mývatni, Árskógssandi og Akureyri.

Orkan IS ehf sækir um endurnýjun á starfsleyfi fyrir starfsstöðvar á Húsavík og Mývatni. Einnig er sótt um endurnýjun fyrir starfsstöðvar á Árskógssandi og á Akureyri við Hörgárbraut, Furuvelli, Kjarnagötu og Myrarveg. Sjá nánar í "Starfsleyfiskynning" í stiku.
Lesa meira

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra samþykkti á síðasta fundi sínum þann 24. nóvember s.l. aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftlagsmálum fyrir Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.

Í aðgerðaráætluninni er m.a. stefnt að því að lágmarka notkun á jarðefnaeldsneyti með því að skipta út bifreiðum heilbrigðiseftirlits yfir í rafdrifna bíla, hafa orkusparnað í heiðri á vinnustað og draga úr myndun úrgangs. Hvetja til aukinnar umhverfismeðvitundar í samfélaginu með fræðslu og hvatningu til góðar verka s.s. er varða grænt bókhald, framkvæmd grænna skrefa og kolefnisjöfnunar vegna samgangna, úrgangs og orkunotkunar, sjá nánar í aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftlagsmálum í stiku „Um HNE“
Lesa meira

Til kynningar eru umsóknir um tímabundin starfsleyfi fyrir áramóta- og þrettándabrennur og flugeldasýningar 2021-2022, sjá nánar í "Starfsleyfiskynning" í stiku.

Norðurþing hefur sótt um áramótabrennur á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn og þrettándabrennu á Húsavík og í Kelduhverfi. Akureyrarbær hefur sótt um áramótabrennur á Akureyri, Hrísey og Grímsey. Björgunarsveitin Týr hefur sótt um áramótabrennu og flugeldasýningu á Svalbarðseyri. Björgunarsveitin Stefán hefur sótt um flugeldasýningu og áramótabrenu í Mývatnssveit. Hjálparsveit skáta Reykjadal hefur sótt um flugeldasýningu og áramótabrennu við Lauga. Súlur björgunarsveit á Akureyri hefur sótt um flugeldasýningar um áramótin. Norðurþing hefur sótt um flugeldasýningu um áramót við Kópasker. Dalvíkurbyggð hefur sótt um flugeldasýningu og áramótabrennur á Dalvík og á Árskógssandi og þrettándabrennu í Svarfaðardal.
Lesa meira

Til kynningar er umsókn Slysavarnarfélags Landsbjargar um tímabundið starfsleyfi vegna flugeldasýningar 11.12.2021 fyrir ofan byggð á Húsavík.

Flugeldasýningin er í tengslum við námskeið Björgunarskóla Landsbjargar um meðferð og öryggismál og uppsetningu skoteldasýningar og fer verklegur hluti námskeiðsins fram við brennustæði ofan byggðar Húsavíkur og verður skotið upp á tímabilinu 16-16:20 og munu uppskot vara í 15-20 mínútur, sjá nánar í starfsleyfisumsókn Landsbjargar í "Starfsleyfiskynning í stiku"
Lesa meira

Til kynningar er starfsleyfisumsókn G.V Gröfur ehf, Daggarlundi 6, 600 Akureyri fyrir grjótnám og malarvinnslu í land Hvamms í Eyjafjarðarsveit, sjá nánar í "starfsleyfiskynning" í stiku.

Eyjafarðarsveit hefur gefið út framkvæmaleyfi fyrir námuvinnsluna.
Lesa meira

Til kynningar er starfsleyfisumsókn Skútustaðarepps fyrir söfnun, geymslu og hreinsun á svartvatni og seyru frá einka- og rekstraraðilum í Skútustaðahreppi og víðar. Sjá nánar í "Starfsleyfiskynning" í stiku og starfsskilyrði vegna meðhöndlunar á seyru.

Í samræmi við umbótaáætlun sveitarfélagsins Skútustaðahrepps og rekstraraðila vegna fráveitu hefur verið byggður safntankur fyrir svartvatn og seyru á lóðinni Gullsandur á Hólasandi í Mývatnssveit.
Lesa meira