06.12.2021
Í aðgerðaráætluninni er m.a. stefnt að því að lágmarka notkun á jarðefnaeldsneyti með því að skipta út bifreiðum heilbrigðiseftirlits yfir í rafdrifna bíla, hafa orkusparnað í heiðri á vinnustað og draga úr myndun úrgangs. Hvetja til aukinnar umhverfismeðvitundar í samfélaginu með fræðslu og hvatningu til góðar verka s.s. er varða grænt bókhald, framkvæmd grænna skrefa og kolefnisjöfnunar vegna samgangna, úrgangs og orkunotkunar, sjá nánar í aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftlagsmálum í stiku „Um HNE“
Lesa meira
16.11.2021
Norðurþing hefur sótt um áramótabrennur á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn og þrettándabrennu á Húsavík og í Kelduhverfi.
Akureyrarbær hefur sótt um áramótabrennur á Akureyri, Hrísey og Grímsey.
Björgunarsveitin Týr hefur sótt um áramótabrennu og flugeldasýningu á Svalbarðseyri. Björgunarsveitin Stefán hefur sótt um flugeldasýningu og áramótabrenu í Mývatnssveit. Hjálparsveit skáta Reykjadal hefur sótt um flugeldasýningu og áramótabrennu við Lauga. Súlur björgunarsveit á Akureyri hefur sótt um flugeldasýningar um áramótin. Norðurþing hefur sótt um flugeldasýningu um áramót við Kópasker. Dalvíkurbyggð hefur sótt um flugeldasýningu og áramótabrennur á Dalvík og á Árskógssandi og þrettándabrennu í Svarfaðardal.
Lesa meira
15.11.2021
Flugeldasýningin er í tengslum við námskeið Björgunarskóla Landsbjargar um meðferð og öryggismál og uppsetningu skoteldasýningar og fer verklegur hluti námskeiðsins fram við brennustæði ofan byggðar Húsavíkur og verður skotið upp á tímabilinu 16-16:20 og munu uppskot vara í 15-20 mínútur, sjá nánar í starfsleyfisumsókn Landsbjargar í "Starfsleyfiskynning í stiku"
Lesa meira
26.08.2021
Í samræmi við umbótaáætlun sveitarfélagsins Skútustaðahrepps og rekstraraðila vegna fráveitu hefur verið byggður safntankur fyrir svartvatn og seyru á lóðinni Gullsandur á Hólasandi í Mývatnssveit.
Lesa meira
24.08.2021
Starfsleyfið er háð því að starfsleyfishafi sjái til þess að blautþurkur ásamt sótthreinsispritti verði til staðar þar til hægt verður að koma upp góðri aðstöðu til handþvotta samkvæmt áætlun er lögð verður fyrir heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra eigi síðar en 1. september 2021.
sjá nánar í "Stiku"
Lesa meira