Ekki láta áramótabrennur brenna inni

Heilbrigðiseftirlitið hvetur þá sem hyggjast standa fyrir áramótabrennum að drífa í að sækja sem fyrst um starfsleyfi.
Lesa meira

Aldur barna í sundi

Lesa meira

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra óskar eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa til starfa.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra óskar eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa til starfa sem sviðsstjóri á matvælasviði, með aðsetur á Akureyri.
Lesa meira

Varað við svartri starfsemi

Lesa meira

Áætlun um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett fram áætlun um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum í kjölfar þingsályktunar nr. 50/145 þar sem alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnun, að móta áætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna. Því verki verði lokið fyrir árslok 2016.
Lesa meira

Heimagisting, nýtt regluverk

Hægt er að sækja um starfsleyfi heilbrigðisnefndar á heimasíðu www.hne.is (umsóknir). Umsóknir til heilbrigðisnefndar verða framsendar til viðkomandi skipulags- og byggingafulltrúa til umsagnar og þar á eftir hefur heilbrigðisfulltrúi samband við umsækjanda til skoðunar á húsnæði. Sjá jafnframt upplýsingar af heimasíðu sýslumanna: www.heimagisting.is "Heimagisting Einstaklingum (ekki lögðaðilum) er heimilt að skrá heimagistingu gegn endurgjaldi á fasteign þar sem þeir eru með skráð lögheimili eða í einni annarri fasteign sem þeir hafa til persónulegra nota og er í þeirra eigu (þinglýst eign). Skráning heimagistingar: Einstaklingur sem hyggst bjóða heimagistingu skal tilkynna sýslumanni að hann hyggist leigja út lögheimili sitt eða eina aðra fasteign í sinni eigu (þinglýst). Við skráningu ber viðkomandi aðila að staðfesta að til staðar sé starfsleyfi heilbrigðisnefndar, húsnæðið uppfylli kröfur í reglugerð um brunavarnir, það hafi hlotið samþykki sem íbúðarhúsnæði og að húsnæðið sé fullnægjandi með tilliti til hollustuhátta samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Endurnýja þarf skráningu á ári hverju og við lok hvers almanaksárs skal aðili með skráða heimagistingu skila til sýslumanns yfirliti um þá daga sem húsnæði var leigt út ásamt upplýsingum um leigutekjur. Skil á upplýsingum skv. 1. málsl. er skilyrði fyrir endurnýjun skráningar á næsta almanaksári. Sýslumanni er heimilt að senda upplýsingar skv. 1. málsl. til skattyfirvalda. Við skráningu heimagistingar skal sýslumaður úthluta aðila númeri skráningar og ber aðila að nota númerið í allri markaðssetningu og kynningu, þ.m.t. á vefsíðum, bókunarsíðum, á sjálfri fasteigninni og í auglýsingum hvers konar. Fjöldi útleigðra daga í báðum eignum skal ekki fara yfir 90 daga samanlagt á hverju almanaksári hjá hverjum einstaklingi né skulu samanlagðar tekjur af leigu eignanna ekki nema hærri fjárhæð en kveðið er á um í 3. tölul. 4. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, sem nú er 2.000.000 kr."
Lesa meira

Innköllun á laxasalati frá Mat og Mörk

Lesa meira

Nýr svifryksmælir á Akureyri og götusópun í blíðunni

Frétt af heimasíðu Akureyrarbæjar "Götusópun í desember Alla daga í þessari viku hefur verið unnið að því að sópa götur í bænum með það fyrir augum að sporna gegn svifryksmengun. Að slík „vorverk“ séu unnin í desember á Akureyri hefur ekki áður gerst svo lengi sem elstu menn muna. Tveir stórir sópbílar hafa verið nýttir til verksins og einn minni bíll þar sem hinir stærri komast ekki að. Miðbæjarsvæðið hefur verið hreinsað sem og helstu stofn- og tengibrautir. Sem áður segir er markmiðið að minnka svifryksmengun en á þurrum og köldum dögum þyrlast mikið ryk upp frá umferðinni. Akureyrarbær og Umhverfisstofnun hafa nýverið fest sameiginlega kaup á nýjum og fullkomnum svifryksmæli sem verður settur upp fljótlega en eldri mælirinn sem var við Tryggvabraut hefur verið til vandræða síðustu misserin. Vegna þessarar góðu tíðar eru nú einnig unnin ýmis verk við stígagerð, malbikun og annan frágang sem er mjög óvenjulegt á þessum árstíma. Veðrið leikur einnig við þá sem vinna að framkvæmdum við breytingar á sundlaugarsvæðinu við Þingvallastræti. Þá hefur kostnaður við snjómokstur í haust einnig verið minni en oftast áður og er nú kominn í um 13 milljónir króna. Til samanburðar var kostnaður við snjómokstur frá hausti til áramóta um 55 milljónir króna árið 2015 en 67 milljónir árið 2014."
Lesa meira

Bandormahreinsun hunda, frétt á heimasíðu Matvælastofnunar

"Á yfirstandandi sláturtíð hafa eftirlitsdýralæknar Matvælastofnunar orðið varir við vöðvasull í sauðfé frá nokkrum bæjum og hefur greining verið staðfest af sérfræðingum á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Um er að ræða aukna tíðni og gæti ástæðan verið misbrestur á bandormahreinsun hunda." "Ormahreinsun hunda þar sem búrekstur er, skal fara fram að lokinni aðalsláturtíð eða í síðasta lagi í desember ár hvert. Það skal tekið fram að smitið viðhelst fyrir lífstíð í sýktu fé og því er mikilvægt að sjá til þess að hundar komist ekki í eða séu fóðraðir á hráu kjöti. Jafnframt vill Matvælastofnun beina þeim tilmælum til refaskyttna að leggja ekki út hræ af kindum fyrir refi." Sjá nánar á eftirfarandi tengli: http://www.mast.is/frettaflokkar/frett/2016/11/03/Vodvasullur-i-saudfe-og-bandormahreinsun-hunda/
Lesa meira

Skýrsla um sölu sýklalyfja í Evrópu

Skýrsla um sölu sýklalyfja í Evrópu, frétt á heimasíðu Matvælastofnunar "Sala sýklalyfja fyrir dýr dróst saman um 2,4% í Evrópu frá 2011 til 2014, á sama tímabili jókst sala á mikilvægustu breiðvirku sýklalyfjunum úr 0,2% í 7,5% af heildar sölu sýklalyfja (sýklalyfja ætluð mönnum og dýrum). Hvatning yfirvalda í Evrópu til að nota sýklalyf á ábyrgan hátt og aukin vitundarvakning um fjölónæmar bakteríur virðist skila sér í samdrætti á sölu sýklalyfja. Hömlur á notkun sýklalyfja og bætt sjúkdómastaða virðist einnig skila sér í minni notkun sýklalyfja í dýrum. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu um sölu sýklalyfja í Evrópu árið 2014 sem gefin er út af Evrópsku Lyfjastofnuninni (European Medicines Agency). Í skýrslunni er ítarleg samantekt yfir sölu sýklalyfja í 29 Evrópulöndum. Það er fagnaðarefni að heildarsala sýklalyfja skuli dragast saman en um leið vekur það áhyggjur að aukning sé á sölu á mikilvægum breiðvirkum sýklalyfjum. Tiltekin breiðvirk sýklalyf eru síðasta úrræðið við meðhöndlun erfiðra sýkinga í mönnum, þegar önnur sýklalyf virka ekki, og ætti þess vegna ætíð að nota þau sem síðasta val í dýrum. Magn seldra sýklalyfja er mismikið milli landa í Evrópu og getur það skýrst af ólíkri sjúkdómastöðu landanna. Magntölur eru leiðréttar m.t.t. fjölda dýra í hverju landi fyrir sig, þannig að samanburður sé mögulegur. Á mynd hér að neðan er yfirlit yfir sölu sýklalyfja, staða Íslands samanborið við önnur Evrópulönd er góð. Líkt og undanfarin ár var sala sýklalyfja ætluð dýrum á Íslandi árið 2014 mjög lítil og er aðeins Noregur með minni notkun ef tekið er mið af mg/PCU (leiðréttingarstuðull m.t.t. fjölda dýra). Í skýrslunni kemur einnig fram að samanborið við önnur lönd kemur Ísland mjög vel út þegar val á sýklalyfjum er skoðað. Meiri hluti seldra sýklalyfja hér á landi eru penicillin sýklalyf og er sala breiðvirkra lyfja minni en í flestum öðrum löndum Evrópu. Sales of veterinary antimicrobial agents in 29 European countries in 2014 - European Medicines Agency bls.35 Í skýrslunni er sérstakur kafli um sýklalyfið colistin, en það er lyf sem Evrópska Lyfjastofnunin ráðleggur að eingöngu sé notað sem síðasta val við meðhöndlun dýra og manna. Fyrsta tilfelli ónæmis gegn colistin var greint í Kína á árinu 2015. Á árunum 2011-2014 dróst heildarsala á colistin saman um 9 % í Evrópu, þ.e. colistin sem ætlað er bæði mönnum og dýrum. Ekki er vitað til þess að þetta lyf sé notað hér á landi í dýrum."
Lesa meira