Áætlun um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett fram áætlun um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum í kjölfar þingsályktunar nr. 50/145 þar sem alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnun, að móta áætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna. Því verki verði lokið fyrir árslok 2016.

Áætlun um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum.

Áætlun þessi miðast að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik og íþróttavöllum þar sem það er að finna. Í þeim tilgangi náist eftirfarandi markmið:

1.         Fyrir árslok 2019 verði búið að skipta kurluðu dekkjagúmmíi út fyrir hættuminni efni á   60%allra leik- og íþróttavalla þar sem laust kurl kemst í beina snertingu við iðkendur.

2.         Fyrir árslok 2022 verði búið að skipta kurluðu dekkjagúmmíi út fyrir hættuminni efni á 80% allra leik- og íþróttavalla þar sem laust kurl kemst í beina snertingu við iðkendur.

3.         Fyrir árslok 2026 verði búið að skipta kurluðu dekkjagúmmí út fyrir hættuminni efni á öllum leik- og íþróttavöllum þar sem laust kurl kemst í beina snertingu við iðkendur.

Umhverfisstofnun mun í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga kalla eftir gögnum í lok hvers tímabils til að meta innleiðingu og árangur áætlunarinnar og upplýsa umhverfis- og auðlindaráðuneytið um stöðu mála