Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra óskar eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa til starfa.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra óskar eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa til starfa sem sviðsstjóri á matvælasviði, með aðsetur á Akureyri.

Markmið  Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra eru að tryggja almenningi heilbrigð lífsskilyrði, vernda heilnæmt og ómengað umhverfi og tryggja sem kostur er að neysluvatn, neysluvörur og matvæli séu örugg og heilnæm.

 Starfið felst í eftirliti með matvælum og hollustuháttum í fyrirtækjum og stofnunum, útgáfu starfsleyfa, umsögnum, fræðslu og að sinna kvörtunum, ásamt öðrum verkefnum, m.a. að eiga samskipti við Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og aðrar opinberar stofnanir. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra er næsti yfirmaður. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

Að hafa reglubundið eftirlit og eftirfylgni með starfsleyfisskyldum fyrirtækjum á matvælasviði í samræmi við lög um matvæli nr. 93/1995, lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, reglugerðum samkvæmt þeim og samþykktum heilbrigðisnefndar.
Að sinna skráningum, skýrslugerð og bréfaskriftum, sinna kvörtunum og annast fræðslu. 
Að beita þvingunarúrræðum í samráði við framkvæmdastjóra.
Að undirbúa útgáfu starfsleyfa og vinna starfsleyfisskilyrði og umsagnir. 
Að sinna öðrum verkefnum samkvæmt fyrirmælum framkvæmdastjóra.
Að vinna með öðrum starfsmönnum Heilbrigðiseftirlitsins Norðurlands eystra og leysa þá af eftir þörfum á mengunarvarna- og hollustuháttasviði.

Menntunar og hæfniskröfur:

Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda, raunvísinda s.s. matvælafræði, líffræði, dýralækninga eða önnur sambærileg menntun. 
Hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni. 
Geta unnið vel undir álagi. 
Jákvæðni, samviskusemi og vilji til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. 
Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar. 
Færni til að setja fram ritað mál fyrir heilbrigðisnefnd, stjórnsýslu sveitarfélaga og forráðamenn fyrirtækja á greinargóðri íslensku.

Góð almenn tölvukunnátta. 
Reynsla af eftirlitsstörfum á matvælasviði samkvæmt gildandi lögum, reglum og leiðbeiningum og reynsla í notkun á hugbúnaði til skráninga og eftirfylgni í matvælaeftirliti.

Réttindi til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi er kostur og viðkomandi verður að vera tilbúinn til að afla sér slíkra réttinda.
Ökuréttindi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Alfreð Schiöth í síma 867 05 98 eða með því að senda fyrirspurn á alfred@hne.is

Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og afrit af prófskírteini. Umsóknarfrestur er til og með 10. maí n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 á milli 11.00 og 16.00 virka daga. Umsóknir skulu sendar á tölvupósti á netfangið hne@hne.is.