Eyþing og heilbrigðisnefnd

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra er samvinnuverkefni sveitarfélaga í Norðurlandi eystra og á vettvangi Eyþings er í gildi sérstakur samstarfssamningur milli sveitarfélaga um heilbrigðiseftirlitið. Um áramót 2010/11 varð sú breyting að Ólafsfjörður í Fjallabyggð færðist yfir til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.

Heilbrigðisnefnd er skipuð á aðalfundi Eyþings að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Fimm nefndarmenn eru tilnefndir af sveitarstjórnunum samkvæmt samstarfssamningi og einn fulltrúi er tilnefndur af samtökum atvinnurekenda á eftirlitssvæðinu.

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra 2014 - 2018

Jón Ingi Cæsarsson, formaður

  Akureyri      

Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir

  Akureyri

Benedikt Kristjánsson

  Norðurþingi

Þórarinn Þórisson

  Langanesbyggð

Hólmfríður G. Jónsdóttir

  Dalvíkurbygg

Til vara (í sömu röð og aðalmenn):

 

Linda María Ásgeirsdóttir

     Akureyri

Hjördís Stefánsdóttir

     Akureyri

Guðmundur Smári Gunnarsson

     Norðurþingi

Steinþór Heiðarsson

    Tjörneshreppi

Fjóla Stefánsdóttir

    Grýtubakkahreppi

 

Jón Torfi Halldórsson, yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, situr fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi.

Heilbrigðisnefnd heldur að jafnaði 10 fundi á ári.