Starfsleyfistillaga í auglýsingu: brennsluofn fyrir áhættuvefi frá sláturhúsi B. Jensen

Lesa meira

Fráveitumál í Skútustaðahreppi, bókun heilbrigðisnefndar

Á fundi heilbrigðisnefndar þann 11. maí 2016 var eftirfarandi bókað: „Heilbrigðisnefnd ítrekar fyrri tilmæli til sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um að skipuleggja og hrinda í framkvæmd úrbótum í fráveitumálum til samræmis við gildandi lög og reglur og gagngert í þeim tilgangi að draga úr álagi í Mývatni af völdum næringarefna. Að mati heilbrigðisnefndar er nauðsynlegt að byggja vönduð hreinsivirki fyrir skólp fyrir þéttbýlið í Reykjahlíð, Vogum og Skútustöðum og víðar þar sem byggð er þétt á vatnasvæði Mývatns. Einnig er mikilvægt að bændur eigi þétt og vönduð 6 mánaða haughús og hagi búrekstri í samræmi við starfsreglur Umhverfisstofnunar um góða búskaparhætti, takmarki og vandi alla notkun á áburði og skili landbúnaðarúrgangi í viðurkennda förgun og að gert verði átak í flokkun, móttöku og förgun landbúnaðarúrgangs. Heilbrigðisnefnd mælist jafnframt til þess að ríkisstjórn veiti Skútustaðahreppi nú þegar fjárhagslegan stuðning vegna kostnaðar við hönnun, byggingu og rekstur á hreinsivirkjum fyrir skólp í Skútustaðahreppi. Í þessu sambandi er bent á kröfu um ítarlega skólphreinsun skv. reglugerð um verndun Mývatns og Laxár (nr. 665/2012). Um er að ræða mjög kostnaðarsamar og íþyngjandi kröfur fyrir fjárhag lítils sveitarfélags og jafnframt felast miklir hagsmunir og ábyrgð í því að vernda Mývatn sem náttúruperlu á heimsvísu. Heilbrigðisnefnd minnir á mikilvægi þess að hraða úrbótum í fráveitumálum í Skútustaðahreppi eins og kostur er, þannig að ekki þurfi að koma til þess að takmarka fjölda ferðamanna á vatnasvæði Mývatns.“
Lesa meira

Hvað verður um útrunnin matvæli ?

Heilbrigðiseftirlitin á Norðurlandi ákváðu að kanna hvað yrði um matvæli sem seljast ekki í verslunum á Norðurlandi, áður en geymsluþolstími rennur út. Til þess að fá greinagóðar upplýsingar um afdrif matvælanna voru matvöruverslanir á Akureyri, Sauðárkróki og Siglufirði heimsóttar auk þess sem rætt var við nokkra birgja verslana á svæðinu.
Lesa meira

Ný starfsleyfi fyrir urðun á Vopnafirði, Kópaskeri og í Laugardal við Húsavík

Frétt af heimasíðu Umhverfisstofnunar: "Ný starfsleyfi gefin út fyrir þrjá urðunarstaði á Norðausturlandi Þann 16. desember sl. gaf Umhverfisstofnun út ný starfsleyfi fyrir urðunarstaðina á Vopnafirði, á Kópaskeri og í Laugardal við Húsavík. Um er að ræða urðunarstaði sem hafa verið starfandi áður. Tillaga að starfsleyfi fyrir urðunarstað Vopnafjarðarhrepps að Búðaröxl var auglýst á tímabilinu 5. október – 30. nóvember 2015 en Umhverfisstofnun bárust engar athugasemdir við hana. Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Vopnafjarðarhreppi heimilt að taka á móti og urða allt 1000 tonn af úrgangi á ári, frá Vopnafjarðarhreppi og Langanesbyggð. Starfsleyfið gildir til næstu 16 ára. Tillögur að starfsleyfum fyrir urðunarstaði Norðurþings á Kópaskeri og í Laugardal voru auglýstar á tímabilinu 14. október – 9. desember 2015 en Umhverfisstofnun bárust engar athugasemdir við þær. Samkvæmt starfsleyfinu á Kópaskeri er heimilt að taka á móti og urða allt að 500 tonn af úrgangi á ári, frá Kópaskeri, Raufarhöfn og nálægu dreifbýli, og til að taka á móti allt að 100 tonnum af brotamálmum á ári, til flokkunar, rúmmálsminnkunar, pökkunar og geymslu. Starfsleyfið í Laugardal veitir heimild til að taka á móti og urða allt að 500 tonn á ári af óvirkum úrgangi og til að taka á móti og jarðgera úr allt að 200 tonnum á ári af garðaúrgangi. Bæði þessi starfsleyfi gilda til næstu 16 ára. Eftirlit með urðunarstöðunum er í höndum Umhverfisstofnunar."
Lesa meira

Ákvörðun um haldlagningu matvæla staðfest

Frétt af heimasíðu Matvælastofnunar: "Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti nýlega í stjórnsýsluúrskurði ákvörðun Matvælastofnunar frá í mars sl. að leggja hald á allar birgðir af matvælum sem fyrir hendi voru hjá matvælafyrirtæki á Norðurlandi. Umrætt matvælafyrirtæki hafði verið svipt starfsleyfi í nóvember 2014 og því lokað en áður höfðu eftirlitsmenn Matvælastofnunar gert margvíslegar athugasemdir við þrif og umgengni og metið ástandið óviðunandi með tilliti til hollustuhátta við framleiðslu matvæla. Þrátt fyrir lokunina og sviptingu starfsleyfis hélt fyrirtækið áfram starfsemi. Í mars 2015 mættu starfsmenn stofnunarinnar á staðinn og stöðvuðu starfsemina. Jafnframt var lagt hald á öll matvæli á staðnum. Samkvæmt matvælalögum er opinberum eftirlitsaðilum heimilt að leggja hald á matvæli þegar rökstuddur grunur er um að matvælin uppfylli ekki ákvæði laganna. Umrætt fyrirtæki kærði haldlagninguna til ráðuneytis og taldi hana ólögmæta. Engin sýni hefðu verið tekin af vörunni og því lægi ekkert fyrir um hvort matvælin væru örugg eða ekki. Starfsstöðin hefði fengið tímabundið starfsleyfi að nýju í apríl eftir að úrbætur hefðu verið gerðar. Ekki hefði verið uppfyllt ákvæði laga um rannsóknarskyldu og meðalhóf. Skilyrði haldlagningar hefðu ekki verið uppfyllt. Ráðuneytið féllst ekki á rök kæranda og staðfesti haldlagningu Matvælastofnunar. Ráðuneytið benti á að fyrirtækinu hefði verið lokað vegna þess að brotið hefði verið gegn ákvæðum um hollustuhætti og öryggi við framleiðslu matvæla sem og að heimilt sé að leggja hald á matvæli þegar rökstuddur grunur væri um að matvæli uppfylli ekki ákvæði um framleiðslu þeirra. Skilyrði fyrir slíkum rökstuddum grun voru fyrir hendi þegar matvæli eru framleidd á starfsstöð sem hefur verið svipt starfsleyfi vegna endurtekinna brota á lögum um hollustuhætti og umgengni. Ráðuneytið tók einnig fram að Matvælastofnun hafi gætt meðalhófs við meðferð málsins, enda hafi ekki verið rétt lögum samkvæmt að beita vægara þvingunarúrræði, „enda var markmið ákvörðunar Matvælastofnunar að stöðva markaðssetningu og framleiðslu vöru sem rökstuddur grunur var á að væri heilsuspillandi.“
Lesa meira

Gleðileg jól kæru viðskiptavinir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra!

Lesa meira

Upplýsingar varðandi loftræstikerfi Vaðlaheiðarganga

Nokkuð hefur borið á kvörtunum til heilbrigðiseftirlits vegna hávaða frá blásara loftræstikerfis Vaðlaheiðarganga undanfarið. Starfsmenn verktaka við Vaðlaheiðargöng eru nú farnir í jólafrí og hefur verktaki lækkað styrk blásarans niður í hálf afköst að beiðni heilbrigðiseftirlits. Starfsemi hefst aftur við göngin þann 4.janúar og verður blásarinn settur á full afköst þann 3.janúar. Verktaki og verkkaupi munu vinna að lausn vandans strax að loknum áramótum í samvinnu við heilbrigðiseftirlit.
Lesa meira

Nýjar tölur fyrir Nökkvasvæðið

Sjósýni sem tekin voru þann 17.ágúst sl. mældust innan viðmiðunarmarka í víkinni við hús bátaklúbbsins en aðeins yfir mörkum í vík sunnan landfyllingar. Þar mældust 130 saurkólígerlar í 100 ml af sjó, en viðmiðunarmörk samkvæmt reglugerð eru 100 saurkólígerlar í 100 ml af sjó.
Lesa meira

Niðurstöður gerlamælinga hjá Nökkva 28. júlí s.l.

Lesa meira

Nýjar tölur fyrir Nökkvasvæðið

Sjór í vík sunnan við landfyllingu innan marka en aðeins yfir mörkum í vík við hús siglingaklúbbsins.
Lesa meira