04.11.2014
Nú mælist styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) á Húsavík og nágrenni yfir 4800 míkrógrömm á rúmmetra og eru íbúar hvattir til að kynna sér viðbrögð við SO2-mengun á vefsíðunni www.loftgædi.is og á vefsíðu almannavarna um eldgosið, en þar má nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar um mengunina frá Holuhrauni.
Send hafa verið út viðvörunarskilaboð í farsíma á Húsavík og nágrenni.
Lesa meira
30.10.2014
Mælingar í Naustafjöru á Akureyri sýna talsverða mengun af völdum SO2 í dag; fimmtudaginn 30. nóv.
Sjá leiðbeiningar í fyrri fréttum á heimasíðu HNE
Lesa meira
09.10.2014
Leiðbeiningar um brennisteinsdíoxíð í andrúmslofti.
Á undanförnum vikum hefur loftmengandi gasefnið brennisteinsdíoxíð SO2 borist frá eldstöð í Holuhrauni norðan Vatnajökuls til íbúa í mörgum sveitarfélögum og hefur styrkur efnisins stundum verið svo mikill að mælt er með mjög afgerandi varnaraðgerðum, svo sem að halda sig innandyra, loka öllum gluggum, hækka hitastig innanhús o.þ.h.
Svo virðist að útbreiðsla brennisteinsdíoxíðs mun halda áfram um sinn og því er aðkallandi að huga að upplýsingagjöf til almennings sem er einföld í nálgun, áreiðanleg og skiljanleg.
Brennisteinsdíoxíð er ertandi lofttegund vegna þess að það myndast brennisteinssýra þegar efnið kemst í snertingu við vatn, jafnvel þó litlu magni sé, eins og t.d. á slímhimnum. Ekki er reynsla hér á landi af svo þrálátri loftmengun sem raun ber vitni. Málið snertir flesta íbúa landsins, suma mjög mikið vegna nálægðar við eldstöðina. Upplýsingagjöf um málið hefur ekki verið nægilega kerfisbundin og almenningur þarf að leita sér upplýsinga eftir fleiri en einni leið, t.d. með því að fara á vefsíður opinberra aðila.
Mælingar á loftmengun eru ekki gerðar á öllum þéttbýlissvæðum og því þarf oft að meta út frá næstu loftgæðamælistöð, sem getur verið á svæði þar sem engin loftmengun er, á sama tíma og hún er talsverð hjá viðkomandi sem er að leita að leiðbeiningum um hvernig best sé að halda sig frá loftmengun. Sums staðar hefur heilbrigðiseftirlitið frumkvæði að því að láta t.d. skóla og leikskóla vita ef loftmengun nálgast mikinn styrk.
Hér að neðan eru nokkur góð ráð um hvernig hægt er að nálgast upplýsingar um loftmengun. Til að kanna hvort ástæða er til að gera varúðarráðstafanir er hægt að gera eftirfarandi:
1. Fara að morgni dags á vefsíðu um dreifingu loftmengunar og fylgjast með fram eftir degi ef ástæða er til: http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/. Ef rennt er niður síðuna og smellt á nýjustu keyrslu má fá mat á dreifingu loftmengunar u.þ.b. sólarhring fram í tímann.
2. Fara á vefsíðu Umhverfisstofnunar http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/maelingar og velja sér loftgæðamælistöð næst viðkomandi stað. Athugið að velja brennisteinsdíoxíð (SO2) ef fleiri mengunarefni er mæld í stöðinni. Íbúar í Reykjavík geta t.d. farið á vefsíðu Reykjavíkurborgar http://reykjavik.is/loftgaedi. og fengið frekari upplýsingar um loftmengun.
Ef loftmengun verður óviðunandi á tilteknu svæði má búast við að almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, landlæknisembættið og fleiri opinberir aðilar gefi út viðvaranir.
Fólk getur verið misjafnlega viðkvæmt fyrir loftmengandi efnum. Þeim sem eru viðkvæmir fyrir áhrifum slíkra efna er ráðlagt að fylgjast náið með spáum um dreifingu mengunarefna.
Gott er líka að hafa í huga að allt mat á loftmengunarhættu gildir fyrst og fremst fyrir fullorðið fólk. Ungabörn eru almennt viðkvæmari fyrir loftmengun og ættu þau ekki vera utandyra, t.d. sofandi í barnavagni, ef spár um dreifingu mengunarefna gefa til kynna að mengunar sé að vænta á tilteknu svæði.
Eftirfarandi aðilar hafa hlutverki að gegna í viðbrögðum við vá frá náttúrufyrirbærum sem eldgos eru:
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna samhæfingar aðgerða og tilkynningar til almennings ef vá er á ferðum. Vefsíða: http://www.almannavarnir.is/
Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vegna jarðfræðilegra og jarðeðlisfræðilegra mælinga og líkangerðar svo og tilkynningar á því sem er að gerast. Vefsíður: http://www.vedur.is/ og http://www.jardvis.hi.is/. Þessar síður hafa fyrst og fremst vísindalegt gildi en þessi síða sýnir spá um dreifingu gass frá eldstöðinni
http://www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing.
Umhverfisstofnun vegna loftgæðamælinga, upplýsinga um loftmengun, leiðbeiningar og tilkynningar til almennings um viðbrögð við loftmengun. Vefsíða:
http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/maelingar. Hér má velja gasmælistöð og skoða loftgæði liðandi stundar. Ekki þarf að spá mikið í mæligildum því með litavalinu er gefið til kynna núverandi ástand (grænn litur = góð loftgæði, gulur litur = nálgast óviðunandi ástand, rauður litur = óviðunandi ástand).
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga vegna loftgæðamælinga, leiðbeiningar og tilkynningar til almennings um viðbrögð við loftmengun. Sum heilbrigðiseftirlit reka loftgæðamælistöðvar, t.d. í Reykjavík: http://reykjavik.is/loftgaedi.
Landlæknisembættið vegna upplýsinga um heilsuhættur og leiðbeininga um rétt viðbrögð við að halda sig frá loftmengandi efnum. Vefsíða: http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item24696/Eldgosid-i-Holuhrauni---Upplysingar
Lesa meira
01.10.2014
Há gildi SO2 hafa mælst í Mývatnssveit og Kelduhverfi í morgun; sjá: www.loftgaedi.is
og dreifingarspá á: www.vedur.is
Lesa meira
17.09.2014
Búið er að koma í gagnið mæli sem sýnir SO2 gildi í lofti á Akureyri (brennissteinstvíildi); sjá www.loftgaedi.is, mælistöð sem er merkt Naustafjara. Mælirinn er í eigu Landsvirkjunar.
Lesa meira
16.09.2014
Gasdreifing.
Spá um öskudreifingu.
Líklegt áhrifasvæði loftmengunar frá jarðeldunum í Holuhrauni er í dag einkum bundið við landsvæðið nálægt gosstöðvunum og við svæðið til norðausturs, frá Herðubreið í norðri og Kárahnjúkum í suðri. Í dag er vindur á svæðinu mjög hægur og í slíkum aðstæðum getur mengunin sest fyrir í lægðum í landslagi og náð þar háum styrk. Í kvöld er gert ráð fyrir norðaustlægri átt í neðstu lögum andrúmsloftsins og þá færist mengunin heldur til suðvesturs, og markast þá af Hofsjökli í vestri og Tungnárjökli í suðri. Á morgun gera spár ráð fyrir fremur hægri austanátt á svæðinu, og má þá búast við loftmengun til vesturs frá gosstöðvunum, að Hofsjökli.
Spá gerð: 16.09.2014 09:29. Gildir til: 17.09.2014 23:00.
Lesa meira
15.09.2014
Styrkur SO2 hækkar á Kópaskeri og nágrenni.
Frétt frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra:
"Styrkur SO2 fer nú hratt upp á við á Kópaskeri og nágrenni. Öllum er ráðlagt að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka í ofnum. Engir mælar eru á svæðinu en íbúar hafa orðið varir við mengunina. Almannanvarnadeild ríkislögreglustjóra vill minna á töflu um möguleg heilsuáhrif og rétt viðbrögð eftir styrkleika"
Sjá: http://ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2#Tab1
Lesa meira
15.09.2014
Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er að finna upplýsingar um áhrif loftmengunar vegna eldgosa; sjá:
http://www.ust.is
Lesa meira
15.09.2014
Viðvörun
Hraungos í Holuhrauni.
Viðvörun
Dreifingaspár benda til að styrkur brennisteinstvíildis (SO2) geti orðið hár á NA-landi, einkum í Mývatnssveit, Kelduhverfi, Tjörnesi, Húsavík, Aðaldal og Reykjahverfi. Ekki er útilokað að mengunarinnar gæti á stærra svæði. (Gildir til miðnættis á morgun, mánudag.)
Sjá einnig mælingar Umhvefisstofnunar á loftgæðum:
www.loftgaedi.is
Lesa meira