Kröfur sem gilda um færanleg og/eða tímabundin athafnasvæði s.s. sölutjöld, sölubása og öktutæki til farandsölu.

 

 

Reglugerð Evrópuþingsinsog ráðsins (EB) nr. 852/2004

 

Um hollustuhætti sem varða matvæli

 

Innleiðingarreglugerð nr. 103/2010

 

III. KAFLI 

Kröfur sem gilda um færanleg og/eða tímabundin athafnasvæði s.s. sölutjöld, sölubása og ökutæki til farandsölu.

1. Athafnasvæði og sjálfsalar skulu, eftir því sem raunhæft er, vera þannig staðsett, hönnuð, byggð og þrifin og þannig haldið við og í svo góðu standi að ekki sé hætta á mengun, sérstaklega ekki af völdum dýra eða skaðvalda.

 2. Ef nauðsyn krefur skal eftirfarandi gilda:

a) Viðeigandi aðstaða skal vera fyrir hendi til að tryggja nægilegt hreinlæti fólks (þ.m.t. aðstaða til að þvo og þurrka sér um hendur, hreinlætisaðstaða og búningsaðstaða).

b) Fletir, sem eru í snertingu við matvæli, skulu vera í góðu standi og auðvelt skal vera að þrífa þá og, ef nauðsyn krefur, sótthreinsa. Þetta krefst þess að notuð séu óeitruð efni með sléttri áferð, sem eru tæringarþolin og unnt er að gera hrein, nema stjórnendur matvælafyrirtækja geti sýnt lögbæru yfirvaldi fram á að önnur efni, sem eru notuð, séu heppileg.

c) Sjá skal til þess að áhöld og búnaður séu þrifin og, ef nauðsyn krefur, sótthreinsuð.

d) Ef hreinsun matvæla er hluti af starfsemi matvælafyrirtækisins skal sjá til þess að hún fari fram í samræmi við kröfur um hollustuhætti.

e) Nægilegt heitt og/eða kalt, drykkjarhæft vatn skal vera til reiðu.

f) Nægileg aðstaða og/eða tök skulu vera á að geyma á hreinlegan hátt og farga hættulegum og/eða óætum efnum og úrgangi (hvort sem um fljótandi eða föst efni er að ræða).

g) Fyrir hendi skal vera fullnægjandi aðstaða og/eða tök á að viðhalda hæfilegu hitastigi matvæla og vakta það.

h) Matvælum skal komið þannig fyrir að ekki sé hætta á mengun eftir því sem kostur er.