Spá veðurstofu um gasdreifingu í dag; 17. sept.

Gasdreifing. Spá um öskudreifingu. Líklegt áhrifasvæði loftmengunar frá jarðeldunum í Holuhrauni er í dag einkum bundið við landsvæðið nálægt gosstöðvunum og við svæðið til norðausturs, frá Herðubreið í norðri og Kárahnjúkum í suðri. Í dag er vindur á svæðinu mjög hægur og í slíkum aðstæðum getur mengunin sest fyrir í lægðum í landslagi og náð þar háum styrk. Í kvöld er gert ráð fyrir norðaustlægri átt í neðstu lögum andrúmsloftsins og þá færist mengunin heldur til suðvesturs, og markast þá af Hofsjökli í vestri og Tungnárjökli í suðri. Á morgun gera spár ráð fyrir fremur hægri austanátt á svæðinu, og má þá búast við loftmengun til vesturs frá gosstöðvunum, að Hofsjökli. Spá gerð: 16.09.2014 09:29. Gildir til: 17.09.2014 23:00.