Nýjar tölur fyrir Nökkvasvæðið

Sjósýni sem tekin voru þann 17.ágúst sl. mældust innan viðmiðunarmarka í víkinni við hús bátaklúbbsins en aðeins yfir mörkum í vík sunnan landfyllingar. Þar mældust 130 saurkólígerlar í 100 ml af sjó, en viðmiðunarmörk samkvæmt reglugerð eru 100 saurkólígerlar í 100 ml af sjó.