Upplýsingar varðandi loftræstikerfi Vaðlaheiðarganga

Nokkuð hefur borið á kvörtunum til heilbrigðiseftirlits vegna hávaða frá blásara loftræstikerfis Vaðlaheiðarganga undanfarið. Starfsmenn verktaka við Vaðlaheiðargöng eru nú farnir í jólafrí og hefur verktaki lækkað styrk blásarans niður í hálf afköst að beiðni heilbrigðiseftirlits. Starfsemi hefst aftur við göngin þann 4.janúar og verður blásarinn settur á full afköst þann 3.janúar. Verktaki og verkkaupi munu vinna að lausn vandans strax að loknum áramótum í samvinnu við heilbrigðiseftirlit.