Til kynningar eru umsóknir um tímabundin starfsleyfi fyrir áramóta- og þrettándabrennur og flugeldasýningar 2021-2022, sjá nánar í "Starfsleyfiskynning" í stiku.

Norðurþing hefur sótt um áramótabrennur á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn og þrettándabrennu á Húsavík og í Kelduhverfi.
Akureyrarbær hefur sótt um áramótabrennur á Akureyri, Hrísey og Grímsey.
Björgunarsveitin Týr hefur sótt um áramótabrennu og flugeldasýningu á Svalbarðseyri. Björgunarsveitin Stefán hefur sótt um flugeldasýningu og áramótabrenu í Mývatnssveit. Hjálparsveit skáta Reykjadal hefur sótt um flugeldasýningu og áramótabrennu við Lauga. Súlur björgunarsveit á Akureyri hefur sótt um flugeldasýningar um áramótin. Norðurþing hefur sótt um flugeldasýningu um áramót við Kópasker. Dalvíkurbyggð hefur sótt um flugeldasýningu og áramótabrennur á Dalvík og á Árskógssandi og þrettándabrennu í Svarfaðardal.

Ungmennafélagið Smárinn hefur sótt um þorrabrennu 18. febrúar n.k. í malrarkrúsum norðan þelamerkurskóla í Hörgársveit, fyrirhugaðri brennu verður frestað til 25. febrúar n.k.