Um HNE

 

Á skrifstofu heilbrigðiseftirlitsins á Akureyri, starfa þrír heilbrigðisfulltrúar í fullu starfi og samstarf er um skrifstofuhald við Matvælastofnun (héraðsdýralækni) og náin samvinna um matvælaeftirlit og önnur mál sem skarast. Á skrifstofu heilbrigðiseftirlitssins á Húsavík starfar einn heilbrigðisfulltrúi.

Leifur Þorkelsson; starfar sem framkvæmdastjóri eftirlitsins og sinnir jafnframt sviðsstjórn meingunarvarnarsviðs.

Þórey Agnarsdóttir; starfar sem sviðsstjóri hollustuháttaeftirlits og sér um eftirlit með þjónustustofnunum á því sviði.

Steinn Oddgeir Sigurjónsson; starfar sem sviðsstjóri matvælasviðs og annast matvælaeftirlit og eftirlit með fyrirtækjum sem því sviði tilheyra.

Jóhannes Haukur Hauksson, starfar sem deilarstjóri austurdeildar og sinnir eftirliti allra sviða á austursvæðinu.

Starfsmenn hafa með sér samstarf og samráð og leysa hvern annan af eftir þörfum.

Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með og gefur út starfsleyfi fyrir eftirtalin fyrirtæki:

-Fyrirtæki sem framleiða, framreiða, selja (smásölufyrirtæki), pakka, dreifa eða flytja matvæli. Matvælastofnun (MAST) hefur eftirlit með frumframleiðslu og vinnslu landbúnaðarafurða, fiskvinnslum og innflutningi matvæla (heildsölufyrirtæki) og fer með yfirumsjón matvælaeftirlits. Samstarf við MAST er náið. Matvæli eru hvers konar vörur sem ætlaðar eru mönnum til neyslu þar með talið neysluvatn.

-Fyrirtæki sem framleiða efni og hluti sem ætlað er að koma í snertingu við matvæli.

-Fyrirtæki sem veita persónulega þjónustu, svo sem gististaðir, skólar, leikskólar, samkomuhús, starfsmannabúðir, fangelsi, snyrtistofur, íþróttahús, baðstaðir, sundlaugar, sjúkrastofnanir, læknastofur, dvalarheimili og fleira

-Fyrirtæki sem geta haft í för með sér mengun. Þar undir kemur eftirlit með almennri umgengni við fyrirtæki og eftirlit með öllum þeim úrgangi, útblæstri, hávaða og fráveitu sem valdið getur skaða, mengun eða lýtum á umhverfinu hvort sem er á svæðum sem ætlaðir eru fyrir almenning eða einkalóðir.

-Hafa eftirlit með meðferð, notkun og merkingum efna í starfsleyfisskyldri starfsemi sem heyrir undir þau starfsleyfi sem nefndin gefur út á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.  Auk þess skal heilbrigðiseftirlitið gefa út tóbakssöluleyfi og hafa eftirlit með ákveðnum þáttum tóbaksvarna.

Heilbrigðiseftirlitinu ber einnig að taka þátt í almennum sóttvörnum ef með þarf.

Þá eru allar ábendingar og kvartanir kannaðar og fylgt eftir.

U.þ.b. 1200 fyrirtæki eru með starfsleyfi heilbrigðisnefndar.

Heilbrigðisfulltrúar veita umsagnir og ráðgjöf um ýmiss málefni, s.s. vegna skipulags, laga- og reglusetningar og veita magvíslega fræðslu.