Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur samþykkt að veita Vatnajökulsþjóðgarði tímabudna undanþágu frá ákvæðum um handþvottaraðstöðu við almenningssalerni við Dettifoss.

Umhverfis og auðlindaráðuneytið bendir á mikilvægi þess að hreinlæti og sóttvarnir séu í lagi, ekki síst á fjölförnum ferðamannastöðum og fellst ráðuneytið ekki á að veita umbeðna varanlega undanþágu, sem sótt er um. Ráðuneytið fellst hins vegar á, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 og 1. mgr. 41. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. og 74. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti og um hollustuhætti og mengunarvarnir, að veita tímabundna undanþágu, frá ákvæðum 15. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti, sem kveður á um að til staðar skuli verið handlaug með heitu og köldu vatni og tilheyrandi hreinlætisbúnaði, undanþágu frá skilyrði um starfsleyfi þar til starfsleyfi hefur verið gefið út og eftir það undanþágu frá grein 2.6. í starfsleyfisskilyrðum fyrir almenningsalerni gefin út af Umhverfisstofnun 12. júlí 2018.

Undanþága þessi er bundin þeim skilyrðum að til að lágmarka smithættu skal Vatnajökulþjóðgarður þegar tryggja, að höfðu samráði við heilbrigðisnefnd, að auk handspritts, verði til staðar aðgengilegar lausnir til að hægt sé að þrífa hendur eftir salernisferðir þannig að
hreinlæti og aðgengi gesta að öruggum sóttvörnum sé til staðar. Jafnframt skal þjóðgarðurinn hefjast handa við að leysa málið til framtíðar á sem skemmstum tíma svo að tryggt verði aðgengi að vatni til handþvotta, eða önnur varanlega lausn sem heilbrigðisnefnd og sóttvarnalæknir geta
fallist á, vegna salernisaðstöðu við Dettifoss. Vatnajökulsþjóðgarður skal senda heilbrigðisnefnd tímasetta úrbótaáætlun eigi síðar en 1. september nk.

Undanþága frá kröfu um starfsleyfi gildir þar til starfsleyfi hefur verið gefið út en eigi lengur en til 20. ágúst nk. Veitt undanþága frá ákvæðum 15. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti, sem kveður á um að til staðar skuli vera handlaug með heitu og köldu vatni og tilheyrandi hreinlætisbúnaði og undanþága frá grein 2.6. í starfsleyfisskilyrðum fyrir almenningsalerni gilda til 1. desember 2021

23. ágúst 2021 veitti Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra Vatnajökulsþjóðgarði starfsleyfi fyrir 14 þurrsalernum við Dettifoss, vestan ár, með ákveðnum skilyrðum.

Sjá nánar í "Starfsleyfiskynning" í stiku.