Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur samþykkt að veita Icelandair hóteli á Mývatni og á Akureyri tímabudna heimild til þess að farið sé með hunda inn á gististað.

Umhverfis- og auðlindaráðunetið hefur veitt Flugleiðahóteli hf undanþágu frá 1 mgr. 41. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. og 74. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að veita Icelandair Hótel, þ.e. Flugleiðahóteli hf. kt. 621297-6949, umbeðna undanþágu frá ákvæði 19. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti og undanþágu frá starfsleyfi hvað varðar það ákvæði að óheimilt sé að fara með hunda inn á gististaði í flokki II, III og IV, og heimila að farið verði með hunda inn á tvö herbergi á Icelandair Hótel Mývatn og tvö herbergi (herbergi 101 og 103) á Icelandair Hótel Akureyri. Undanþága þessi er bundin skilyrðum sem fram koma í svari ráðuneytis og í breytingu á starfsleyfi heilbrigðisnefndar fyrir ofangreind hótel.

Sjá nánar í "Starfsleyfiskynning" í stiku