Svalbarðsstrandarveita komin í lag

Góð niðurstaða úr vatnssýnum; ekki lengur þörf á að sjóða vatn

Norðurorka hefur farið yfir og hreinsað og skolað veitukerfið og fylgst hefur verið með vatnssgæðum dag hvern eftir að eitt af vatnsbólum Svalbarðsstrandarveitu mengaðast af yfirborðsvatni. Öll sýni sem voru tekin fyrir helgi komu vel út og ekki ástæða til að sjóða neysluvatn lengur.