Skilyrði fyrir innflutningi dýraafurða frá ríkjum utan EES

Upplýsingar af heimasíðu Matvælastofnunar

 Innflutningur dýraafurða  frá ríkjum utan EES

Innflutningur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) á afurðuðum úr dýraríkinu heyrir undir eftirlit Matvælastofnunar, skv. reglugerð nr. 1044/2011 um eftirlit með dýraafurðum frá ríkjum utan EES

Meginskilyrði fyrir innflutningi dýraafurða frá ríkum utan EES eru að:

• Innflutningurinn sé tilkynntur með 24 klst. fyrirvara með skráningu í TRACES, sem er samevrópskt kerfi fyrir útgáfu á innflutningsskjölum fyrir dýraafurðir (CVEDP).

• Varan komi frá viðurkenndri starfsstöð skv. skrá ESB

• Varan sé merkt í samræmi við gildandi reglur og með samþykkisnúmeri viðurkenndu starfsstöðvarinnar.

• Sendingunni fylgi frumrit af heilbrigðisvottorði fyrir Evrópumarkað, gefið út af yfirvöldum útflutningslands.

• Afurðirnar berist til landsins á landamærastöð sem hefur tilskilið leyfi.

T akmarkanir

Eftirfarandi dýraafurðir er óheimilt að flytja til landsins:

• Ógerilsneyddar mjólkurafurðir

• Hrá egg

Hrátt kjöt er einungis heimilt að flytja til landsins að fenginni heimild ráðherra, eins og segir í reglugerð 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. Sækja ber um þessa heimild til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Sérákvæði gilda um innflutning til einkanota skv. reglugerðum 848/2012 og 448/2012.

Aukaskilyrði

Heimild til innflutnings á hráu kjöti frá ríkjum utan EES er háð meginskilyrðunum hér að ofan en við þau bætast tvö skilyrði að auki:

• Kjötið sé frosið og hafi verið geymt við minnst -18°C í a.m.k. einn mánuð fyrir tollafgreiðslu.

• Kjötinu fylgi opinbert vottorð sem staðfesti að kjötið sé laust við salmonellusýkla.

... þú berð ábyrgð

www.mast.is