Sjósundiðkendur á Akureyri - nýjustu tölur

Sjósýni sem tekin hafa verið undanfarið við Átak, Strandgötu, mældust vel innan umhverfismarka.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur undanfarið tekið tvö sjósýni úr flæðarmáli við Átak, Strandgötu, til mælingar á saurkólíbakteríum.  

Fyrra sýnið var tekið þann 25.apríl sl. og mældist fjöldi saurkólíbaktería í 100 ml af sjó vera 1.

Seinna sýnið var tekið þann 9.maí sl. og mældist fjöldi saurkólíbaktería í 100 ml af sjó vera 4,5.

Þetta eru góðar fréttir fyrir sjósundiðkendur þar sem umræddar niðurstöður eru vel innan umhverfismarka sem gefin eru upp í reglugerð nr. 798/1999, um fráveitur og skólp, en þau eru 100 saurkólíbakteríur/100 ml af sjó.  

HNE mun áfram fylgjast með stöðu mála og færa inn upplýsingar þegar niðurstöður liggja fyrir.