Nýjar tölur fyrir Nökkvasvæðið

Sjór í vík sunnan við landfyllingu innan marka en aðeins yfir mörkum í vík við hús siglingaklúbbsins.

Sjósýni sem tekin voru þann 16.júlí sl. úr vík við athafnasvæði Nökkva sýna 220 saurkólígerla í 100 ml, sem er yfir viðmiðunarmörkum.  

Sjósýni sem tekin voru sunnan landfyllingar sýna hinsvegar 17 saurkólígerla í 100 ml, sem er innan marka.  

Eins og áður hefur komið fram eru viðmiðunarmörk fyrir sjó þar sem útivistarsvæði eru í grennd 100 saurkólígerlar í 100 ml af sjó, samkvæmt reglugerð nr. 798/1999, um fráveitur og skólp.