Nýjar niðurstöður úr sjósýnum við Nökkva

Mælingar í sjósýnum sem voru tekin við athafnasvæði siglingaklúbbsins Nökkva við Akureyri þann 12. og 15. júní s.l. liggja nú fyrir og sýna að mengun af völdum saurkólígerla er undir viðmiðunarmörkum. Næsta sýnataka er fyrirhuguð þann 22. júní n.k.