Neysluvatn í Hrísey í lagi

Neysluvatn í Hrísey í lagi

Öll sýni sem tekin voru í vatnsveitu Hríseyjar í síðustu viku eru í lagi og því er tilmælum um suðu á neysluvatni aflétt.  Við rýni á kerfinu er mögulegt að lekt við mannop á miðlunargeymi sé smitleið og Norðurorka hefur gert ákveðnar úrbætur til að koma í veg fyrir slíka mengun.