Mengun í vatnsveitu Svalbarðsstrandarhrepps af völdum ofanvatns

Tilkynning til viðskiptavina vatnsveitu Norðurorku í Svalbarðsstrandarhreppi

Íbúum í Svalbarðsstrandarhreppi er ráðlagt að sjóða allt neysluvatn (vatn til beinnar neyslu) vegna mengunar í vatnsbólum af völdum ofanvatns.

Óvíst er hvenær ástandið lagast þar sem gíflurlegar leysingar hafa verið og mun væntanlega verða næstu daga.  Fylgst verður með vatnsgæðum með sýnatökum og gefin út ný tilkynning þegar ástand vatnsbóla lagast.

Tilkynning um ofanritað er borin í hús í dag og smáskilaboð hafa verið send þeim viðskiptavinum sem við eigum farsímanúmer hjá í gagnabanka okkar.

Ofangreint á við öll hús tengd vatnsveitu Norðurorku í Svalbarðsstrandarhreppi frá Kotabyggð og norður að Garðsvík.