Íbúar í Svalbarðsstrandarhreppi áfram beðnir að sjóða neysluvatn

Enn er nauðsynlegt fyrir íbúa í Svalbarðsstrandarhreppi að sjóða neysluvatn sitt

Íbúar í Svalbarðsstrandarhreppi áfram beðnir að sjóða neysluvatn

Enn er nauðsynlegt fyrir íbúa í Svalbarðsstrandarhreppi að sjóða neysluvatn sitt

Í dag (12. mars) lágu fyrir niðurstöður í mælingum á sýnum sem tekin voru fyrir síðustu helgi og benda þær til þess að sú mengun sem varð í vatnsbóli og komst í veitukerfið sé að skolast út úr kerfinu.  Er vonast til að þessi útskolun sé að klárast en þó er ljóst að hún getur tekið nokkurn tíma.

Einnig þarf að hafa í huga að nokkra daga tekur að fá niðurstöður á mælingum úr sýnum.  Fleiri sýni eru komin í mælingu og munu niðurstöður liggja fyrir á næstu dögum.

Bréf verður sent til notenda í Svalbarðsstrandarhreppi þegar fullnægjandi niðurstöður liggja fyrir um að veitukerfið hafi endanlega hreinsað sig af menguninni auk þess sem tilkynning kemur hér inn á heimasíðu HNE og Norðurorku.