Heilbrigðisnefnd veitir Moltu ehf áminningu

Úr fundargerð heilbrigðisnefndar dags. 5. júní 2013 (3. liður), áminning þar sem Molta ehf hefur ekki skilað inn úrbótaáætlun varðandi mengunarvarnir

Molta ehf, Þveráreyrum, staða mála, fyrirhuguð áminning.

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra bókaði þann 13. mars sl. fyrirhugaða áminningu á Moltu ehf. og veitti fyrirtækinu frest til 15. apríl til að koma sjónarmiðum þess á framfæri. 

Eftirfarandi var bókað:

Í ljósi þess að óvissa hefur ríkt um rekstrargrundvöll Moltu ehf. ákvað heilbrigðisnefnd á fundi sínum þann 24. apríl að fresta fyrirhuguðu áminningarferli þar til ljóst yrði um framtíð fyrirtækisins.  Jafnframt var óskað eftir því við stjórnarmenn í Moltu ehf. að vinna við tímasetta úrbótaáætlun yrði sett í gang um leið og rekstrarforsendur myndu skýrast. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarformanni Moltu ehf. hafa rekstrarforsendur nú þegar skýrst á jákvæðan veg.  Heilbrigðisnefnd hefur hinsvegar ekki borist tímasett áætlun til úrbóta eins og eftir var óskað.

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra veitir því Moltu ehf. áminningu í samræmi við 26. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.  Jafnframt er fyrirtækinu veittur frestur til 1. júlí 2013 til að skila inn tímasettri áætlun um úrbætur. 

Heilbrigðisnefnd vekur athygli á því að skv. 31.  gr.  laga nr. 7/1998 er Moltu ehf. heimilt að vísa ágreiningi um ákvörðun heilbrigðisnefndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.  Aðsetur úrskurðarnefndar er að Skúlagötu 21, 101 Reykjavík.