Góð þátttaka á námskeiði um merkingu matvæla

Námskeið Matvælastofnunar um merkingu matvæla var haldið á Akureyri þann 20. mars

U.þ.b. 40 manns sóttu námskeið Matvælastofnunar um merkingu matvæla sem var haldið á Akureyri á vegum Matvælastofnunar þann 20. mars s.l.  Góðar umræður urðu á fundinum, m.a. um upprunamerkingu á kjötvörum, rekjanleika, heilsufullyrðingar og upplýsingar um næringargildi. Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir á heimasíðu Matvælastofnunar: http://www.mast.is/matvaelastofnun/utgafa/fraedslufundir/