Bandormahreinsun hunda, frétt á heimasíðu Matvælastofnunar

"Á yfirstandandi sláturtíð hafa eftirlitsdýralæknar Matvælastofnunar orðið varir við vöðvasull í sauðfé frá nokkrum bæjum og hefur greining verið staðfest af sérfræðingum á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Um er að ræða aukna tíðni og gæti ástæðan verið misbrestur á bandormahreinsun hunda." "Ormahreinsun hunda þar sem búrekstur er, skal fara fram að lokinni aðalsláturtíð eða í síðasta lagi í desember ár hvert. Það skal tekið fram að smitið viðhelst fyrir lífstíð í sýktu fé og því er mikilvægt að sjá til þess að hundar komist ekki í eða séu fóðraðir á hráu kjöti. Jafnframt vill Matvælastofnun beina þeim tilmælum til refaskyttna að leggja ekki út hræ af kindum fyrir refi." Sjá nánar á eftirfarandi tengli: http://www.mast.is/frettaflokkar/frett/2016/11/03/Vodvasullur-i-saudfe-og-bandormahreinsun-hunda/