Ábending til sjósundsiðkenda á Akureyri

Magn saurkólíbaktería yfir viðmiðunarmörkum.

Niðurstöður úr sjósýnatökum meðfram strandlengjunni þann 21.janúar sl. sýna að magn saurkólíbaktería er yfir viðmiðunarmörkum á flestum sýnatökustöðum, þ.á.m. sýnatökustöðum við Strandgötu og Hof.

Samkvæmt reglugerð nr. 798/1999, um fráveitur og skólp, m.s.br., eru viðmiðunarmörk fyrir saurkólíbakteríur í strandsjó nálægt útivistarsvæðum 100 bakteríufrumur í 100 ml af sjó (100 cfu/100 ml).  

Í sýni sem tekið var við Strandgötu mældist fjöldinn 790/100 ml og í sýni sem tekið var við Hof mældist fjöldinn 240/100 ml. 

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra getur af þessum sökum ekki mælt með sjósundi á meðan slíkar aðstæður eru fyrir hendi.