Tímabundið starfsleyfi fyrir brennur og flugeldasýningar

Samkvæmt reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, viðaka X. "Atvinnurekstur sem heilbrigðisnefnd veitir starfsleyfi" ber að sækja um tímabundið starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits fyrir brennur þar sem ætla má að bruni standi yfir í meira en tvo tíma (áramót – Jónsmessa – ýmsir viðburðir) og flugeldasýningar.

Leyfishafi og ábyrgðarmaður skulu auk ákvæða í starfsleyfisskilyrðum fyrir brennur, fara að öllum ákvæðum reglugerðar nr. 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum og skilyrðum sem koma fram í leyfisbréfi sýslumanns og umsögn slökkviðisstjóra.

Starfsreglur vegna mengunarvarna fyrir brennur og bálkesti.

 




Dagsetning: Tímasetning:

Gjaldskrá:

Upplýsingar um gjaldskrá er að finna undir dálknum UM HNE - gjaldskrá
Gjald vegna útgáfu starfsleyfis er kr. 21.750,- 
Fyrirtæki eru flokkuð í gjaldflokka eftir eðli og umfangi, sjá viðauka með gjaldskrá
Tímagjald vegna viðbótareftirlits er kr. 14.500,-